Sjálfboðaliðanámskeið helgina 21. og 22. maí

Helgina 21. og 22. maí verður sjálfboðaliðanámskeið hjá Múltikúlti frá kl. 10:00 til 14:00 báða dagana. Farið verður yfir hugmyndfræðina á bak við starfið, kynnt verður starfsemi félaganna Vinir Indlands og Vinir Kenía auk þess sem fjallað verður um fyrirhugaða sjálfboðaliðaferð Múltikúlti í sumar.

Verð: 10.000 (dregst frá heildarkostnaði sjálfboðaliða sem fara út í sumar)

Sjálfboðaliðaferð, Janúar 2016 Kenía, Tansanía og Indlands

Fjölmenningarmiðstöðin Múltíkúltí hefur undanfarin ár staðið fyrir sjálfboðaliðaferðum fyrir ungt fólk. Um er að ræða 2ja mánaða ferð, dvalið er í tvo mánuði á Indlandi, í Kenía og Tansaníu. Næsta ferð verður farin fyrir miðjan janúar 2016.

Í ferðinni er lögð áhersla á að þátttakendur kynnast landi og þjóð um leið og þeir taka þátt í verkefnum Vina Indlands og Vina Kenía sem unnin eru í samvinnu við þarlenda sjálfboðaliða.

Á meðal verkefna sem unnin eru:

  • Aðstoð á barnaheimilum, leikskólum og kennslumiðstöðvum í Tamil Nadu í Suður-Indlandi.
  • Múrsteinagerð, ræktun grænmetis og kennsla í leik- og grunnskólum í Kenía og Tansaníu.
  • Eftirlit og aðhlynning með munaðarlausum börnum.
  • Aðstoð við kennslu s.s. ensku, landafræði, stærðfræði og á tölvur.
  • Jafningjafræðsla um HIV með ungum sjálfboðaliðum í Kenía.

 Að auki verður fræðst um menningu hindúa á Indlandi, þjóðgarður heimsóttur, siglt út á Viktoríuvatnið o.fl.

 Sjálfboðliðarnir sitja margþætt námskeið, alls 30 klukkustundir, áður en lagt er af stað þar sem fræðst er um verkefnin og grundvöll starfsins.

Ferðin kostar 455.000 krónur og felur sú greiðsla í sér 2 námskeið og aðra undirbúningsfundi sem nauðsynlegir eru vegna ferðarinnar, flugferðir, gistingu, akstur til og frá helstu stöðum þar sem unnið er að verkefnum, vegabréfsáritanir til Indlands, Kenía og Tansaníu, morgunverð þegar gist er á hótelum, mat á stöðum þar sem verkefnin eru unnin, inngangseyri fyrir þjóðgarð og bátsferð á Viktoríuvatnið. Auk þess leggur Múltikúlti til tengingar við samstarfsaðila í Indlandi, Kenía og Tansaníu og aðkomu að verkefnum þar.

 Ekki er innifalið: Bólusetning, matur í fríum (utan morgunverðar á hótelum), aðrar samgöngur, vasapeningar.

Ef þátttakandi óskar eftir að hætta í miðri ferð mun Múltíkúltí endurgreiða það sem hægt er, þ. e. þann kostnað sem ekki hefur þegar verið ráðstafað og aðstoða þátttakanda við að sækja útlagðan kostnað eins og hægt er, breyta flugferðum og komast heim.

Þátttakandi verður sjálfir að tryggja sig í ferðinni óski þeir þess, s.s. slysa, sjúkra og farangurstryggingar umfram þá lágmarktryggingu sem greiðslukortafyrirtæki v. kaupa á farmiða veitir.

Hægt er að lesa blogg frá ferð sjálfboðaliða úr fyrri ferðurm:http://www.herdisgunnars.blogspot.com/  oghttp://harpaberg.blogspot.com/ og http://agnesogarni.blogcentral.is/ oghttp://tarabrynjars.blogcentral.is/

kindverjar.blogspot.com 

Nánari upplýsingar: kjartan@islandia.is og sol@islandia.is

Styrktartónleikar Vina Indlands 2014

STYRKTARTÓNLEIKAR Vina Indlands Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, 23. okt. kl. 20:00 Karlakórinn Fóstbræður syngur Andrés Ramón, Kolbeinn Bjarnason, Frank Aarnik og Kamalakanta Nieves flytja klassísk indversk sönglög Gréta Salóme Stefánsdóttir mundar fiðluna Gunnar Kvaran flytur ljóð Sjálfboðaliðar segja frá starfi félagsins Miðaverð 3000 kr. – Miðar til sölu í Múltikúlti, Barónsstíg 3 & við innganginn. Allir flytjendur gefa vinnu sína og ágóði kvöldins rennur beint til verkefna Vina Indlands í Indlandi.

Horfin arfleifð eftir Kiran Desai

muk4322

Múltikúlti hefur gefið út bókin Horfin arfleifð (Inheritance of Loss) e. Kiran Desai, en höfundurinn er gestur bókmenntahátíðar í Reykjavík sem hefst 11. september, 2013. Horfin arfleifð fékk Booker verðlaunin eftirsóttu og er Kiran Desai yngsta konan sem hefur hlotið þá viðurkenningu.

Hér má heyra viðtal á RÚV í tengslum við útgáfuna.

http://www.ruv.is/bokmenntir/horfin-arfleid-eftir-desai-a-islensku

Sjálfboðaliðaferð á vegum Múltíkúltí janúar og febrúar 2014

(Ath. 3 pláss laus – hægt er að skrá sig fram til 8. nóvember)

Ferðin er sérstaklega ætluð ungum sjálfboðaliðum en aldurstakmark er 20 ár. Dvalið er í þremur löndum, Indlandi, Kenía og Tansaníu, í samtals 2 mánuði, þar sem sjálfboðaliðarnir taka þátt í starfi ýmissa félagasamtaka sem starfa innan IHA (International Humanist Alliance).

Á meðal verkefna eru:

  • Eftirlit og umönnun munaðarlausra barna. Sjálfboðaliðarnir heimsækja og dvelja á heimilum fyrir munaðarlaus börn bæði í Indlandi, Kenía og Tansaníu og taka þátt í daglegu starfi heimilanna.
  • Forvarnir og fræðsla um HIV smit í Kenía og Tansaníu. Sjálfboðaliðar, ásamt þarlendum jafnöldrum, heimsækja HIV smituð börn og fullorðna og taka þátt í fræðslu meðal ungs fólks um HIV smit.
  • Ýmis verkefni sem tengjast ræktun, vatnsöflun o.fl.

Auk þess verða heimsóttir áhugaverðir staðir, s.s. hof hindúa í Indlandi og Serengeti þjóðgarðurinn í Tansaníu.

Áður en lagt er af stað sækja sjálfboðaliðarnir 2 helgarnámskeið þar sem fræðst verður um verkefnin og grundvöll starfsins.

Múltíkúltí, Barónstíg 3, 101 Reykjavík.Skráning hjá kjartan@islandia.is (s. 8996570)

Hér er hægt að lesa blogg frá ferð sjálfboðaliða til Indands

og Kenía í janúar og febrúar 2013:

http://ferdafjorlaru.blogspot.com

blogs.kilroy.eu/agnes

http://thoreyjona.com

http://aevintyraferd.blogspot.com

 http://selmahilmis.wordpress.com

Blogg frá fyrri ferðum:

www.berglindeyjolfs.blogspot.com

www.mariposa.blog.is

http://www.herdisgunnars.blogspot.com/ oghttp://harpaberg.blogspot.com/ oghttp://agnesogarni.blogcentral.is/ oghttp://tarabrynjars.blogcentral.is/