Múltikúlti hefur undanfarin ár staðið fyrir sjálfboðaliðaferðum til Indlands, Kenía og Tansaníu og verður boðið upp á slíkar ferðir 2019. Ferðirnar eru ætlaðar fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára, geta verið frá 3 vikum upp í 2 mánuði, ýmist í einu þessara landa eða þeim öllum og eru hóparnir frá 3 til […]
Sunnudaginn 22. október, á milli 14:00 og 16:00, verður opið hús í Múltikúlti, Barónsstíg 3, þar sem kynntar verða fyrirhugaðar sjálfboðaliðaferðir á árinu 2018. Allir áhugasamir velkomnir.
Laugardaginn 4. febrúar, kl. 19:00, verður styrktarkvöldverður í Múltikúlti. Ágóðanum verður varið í „Jiggers“-herferð í Kenía, en strax eftir helgina halda tveir ungir sjálfboðaliðar, þær Tinna Rut og Klara Mist, til Kenía og Tansaníu, þar sem þær munu meðal annars hrinda þessu verkefni af stað. Þær stöllur munu mæta á kvöldverðinn og segja frá sínum […]
Viðtal við Særúnu Grétu Hermannsdóttur í Stundinni 5. janúar 2015 „Fyrir þremur árum síðan sinnti Særún Gréta hjálparstarf í Indlandi, Kenía og Tansaníu og sú reynsla breytti viðhorfum hennar til lífsins. Þegar hún fór svo aftur út til Indlands og hitti fyrir konur sem höfðu verið í þrælahaldi varð ekki aftur snúið. Nú er hún […]
Laugardaginn 1. október, kl. 19:00, verður kvöldverður í Múltikúlti, Barónsstíg 3. Að þessu sinni eru það Vinir Indlands sem bjóða til kvöldverðar og rennur ágóðinn til verkefna félagsins í Suður Indlandi.
Sunnudaginn 25. september, á milli 14:00 og 16:00, verður opið hús í Múltikúlti, Barónsstíg 3, þar sem kynntar verða fyrirhugaðar sjálfboðaliðaferðir á árinu 2017. Allir áhugasamir velkomnir.
Múltikúlti hefur tekið að sér að kynna verkefni samtakanna bridge2aid í Tansaníu og leita að tannlæknum sem hefðu áhuga á að fara í sjálfboðavinnu til Mwanza í Tansaníu til skemmri eða lengri tíma. Upplýsingar um samtökin má finna á heimasíðu þeirra: http://bridge2aid.org/. Sjálfboðaliðum verður útvegað fæði og húsnæði og geta sótt um ferðastyrk frá Múltikúlti. […]
Sú nýjung verður tekin upp í vetur að hvern fyrsta laugardag í mánuði og verður boðið upp á gómsætan kvöldverð og skemmtun í húsnæði Múltíkúltí, Barónsstíg 3. Fyrsti kvöldverðurinn verður laugardaginn 3. september kl. 19:00. Verð fyrir mat er 2000 kr á manninn, ekkert fyrir börn yngri en 10 ára og mun ágóðinn renna óskiptur […]
Múltikúlti hefur hafið samstarf við ítölsku samtökin, Engergia per i diritti umani (Máttur til mannréttinda http://energiaperidirittiumani.it/en/), sem eru systursamtök okkar á Ítalíu og starfa að ýmsum þróunarverkefnum í Indlandi, Senegal og Gambíu. Árið 2017 bjóðum við því upp á ferðir í samvinnu við þessi samtök, þar sem íslenskir sjálfboðaliðar slást í hóp með ítölskum í […]
Múltikúlti hefur hafið samstarf við ítölsku samtökin, Engergia per i diritti umani (Máttur til mannréttinda), sem eru systursamtök okkar á Ítalíu og starfa að ýmsum þróunarverkefnum í Indlandi, Senegal og Gambíu. Árið 2017 bjóðum við því upp á ferðir í samvinnu við þessi samtök, þar sem íslenskir sjálfboðaliðar slást í hóp með ítölskum í þessum […]