Tannlæknar til Tansaníu!

Múltikúlti hefur tekið að sér að kynna verkefni samtakanna bridge2aid í Tansaníu og leita að tannlæknum sem hefðu áhuga á að fara í sjálfboðavinnu til Mwanza í Tansaníu til skemmri eða lengri tíma. Upplýsingar um samtökin má finna á heimasíðu þeirra:  http://bridge2aid.org/. Sjálfboðaliðum verður útvegað fæði og húsnæði og geta sótt um ferðastyrk frá Múltikúlti.  Mwanza stendur við Viktoríuvatnið, umhverfið er gríðarlega fallegt og stutt í Serengeti þjóðgarðinn auk þess sem eyjan sem hýsir Saananen þjóðgarðinn er í fimmtán mínútna siglingu frá borginni.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Kjartan í kjartanice@gmail.com