Viðtal í Stundinni við Særúnu – Máttur ruslsins

Viðtal við Særúnu Grétu Hermannsdóttur í Stundinni 5. janúar 2015

„Fyrir þremur árum síðan sinnti Særún Gréta hjálparstarf í Indlandi, Kenía og Tansaníu og sú reynsla breytti viðhorfum hennar til lífsins. Þegar hún fór svo aftur út til Indlands og hitti fyrir konur sem höfðu verið í þrælahaldi varð ekki aftur snúið. Nú er hún í háskólanámi og fullu starf en safnar þess á milli dósum í gegnum Facebook-síðuna Máttur ruslsins! til stuðnings þeim og öðrum í vanda. Fyrir jólin sendi hún út hjálparbeiðni fyrir HIV-smituð munaðarlaus börn í Afríku sem áttu ekkert fyrir hátíðarnar og gat gefð þeim gleðileg jól. Það þurfti ekki mikið til, aðeins sautján þúsund krónur. „Þetta er allt annar peningur þarna úti heldur en hér heima. Það sem þykir lítið hér getur skipt sköpum þar. Ég veit ekki hvað ég gat greitt skólagjöld fyrir marga með 100 þúsund krónum.“

Heillaðist af Indlandi

Hún útskýrir hvernig þetta gerðist. „Mig langaði alltaf í hjálparstarf í Afríku,“ segir Særún og þegar hún ákvað að fara í janúar árið 2014 var ódýrast að fara í gegnum prógramm hjá Múltíkúltí menningarmiðstöð- inni, þar sem farið var til Indlands, Kenía og Tansaníu. Í ferðinni var áhersla lögð á að þátttakendur kynntust landi og þjóð um leið og þeir áttu að taka virkan þátt í verkefnum sem þar voru unnin samhliða þarlendum sjálfboðaliðum, aðstoða á barnaheimilum, leikskólum og kennslumiðstöðvum, sinna eftirliti og aðhlynningu með munaðarlausum börnum. „Indland var með í þeim pakka. Mig hafði aldrei langað til þess að fara þangað en mér fannst það æðislegt. Mér fannst líka gaman að fá að kynnast samfélaginu í þessum þorpum og því sem er verið að gera þar. Mig langaði til þess að halda tengslum við þetta fólk og sinna þessu starf áfram,“ sem endaði með því að þegar hún kom heim tók hún sæti í stjórn hjá Vinum Indlands.

Sjokk að snúa afur í neyslumenninguna

Á meðan hún var á Indlandi dvaldi hún í Tamil Nadu, svæði í suðurhluta landsins. „Það var svo hvetjandi að sjá hvernig fólk sem er svo fátækt að það á ekkert og sefur á gólfnu, þar sem allt er skítugt og rusl úti um allt, heldur samt í hamingjuna. Þegar ég kom heim úr þessari ferð hafði ég öðlast nýja sín á lífð og er miklu þakklátari fyrir það sem ég á. Mér fnnst ósanngjarnt að það skipti svona miklu máli hvar þú fæðist. Hér er mikið auðveldara að safna peningum heldur en úti og því langaði mig til þess að deila því með þeim.“ Á leiðinni frá Indlandi til Kenía millilenti hún í London og endaði á Oxford Street. „Þar gekk fólk um götur með innkaupapoka, marga poka af fötum sem það notaði kannski einu sinni. Aðeins nokkrum klukkutímum áður höfðum við verið við allt aðrar aðstæður. Það var mjög skrítin og óþægileg upplifun. Eftir þetta hef ég hugsað um hvað ég kaupi. Ég hef ekki keypt mikið af fötum eftir þetta heldur notað það sem ég á.“

Haldið fanginni í námu í níu ár

Hún hélt síðan aftur utan þegar henni var boðið í brúðkaup hjá einum tengiliðnum. Í þeirri ferð fór hún að skoða verkefni sem sinnir konum sem hafa verið í nútímaþrælahaldi, en á þessu svæði er fjöldi fólks fast í fjötrum þess. „Ein þeirra sagði frá því hvernig henni var haldið í námuvinnu með syni sínum í níu ár. Það var fylgst með hverju fótspori þeirra og þau gátu sig hvergi hreyft án eftirlits. Þau gátu ekki einu sinni innbyrt eitur til þess að svipta sig líf. Þetta var lítil kona en ég gleymi aldrei höndunum hennar, siggið var eins og á sjómannshöndum. Önnur kona hafði verið í saumaverksmiðju og sýndi mér fngur sem hafði lent í vélinni. Við vorum í hálfgerðu sjokki eftir þessa heimsókn og vildum leggja okkar af mörkum. Svo við gáfum þeim smápeninginn sem við vorum með. Sá peningur fór í stelpur sem vildu fara í háskólanám og dugði fyrir skólagjöldum og bókum.“

Máttur ruslsins

Heimsóknin var stutt, ferðalangarnir voru í tímaþröng og þurftu að ná lest. En hún ýtti enn frekar undir löngun hennar til þess að leggja sitt af mörkum. Hún setti upp síðuna Máttur ruslsins! á Facebook. „Dósir eru öðruvísi gjaldmiðill. Mér fnnst líka mikilvægt að endurvinna en aðallega er þetta auðveldur peningur, því það eru ekkert allir sem nenna að fara með dósir í endurvinnsluna eða eiga bíl. Mörgum fnnst mjög þægilegt að það komi einhver að sækja dósirnar. Þú setur þær bara út og ég kem að sækja þær. Fólki fnnst líka auðvelt að gefa þær. Það er allt önnur tilfinning en að greiða hluta af mánaðarlaununum sínum í fast mánaðargjald. Síðan safna ég smá pening og hef samband við tengiliði mína þarna úti og spyr hvar peningarnir nýtast best. Þeir taka síðan við fjármagninu og útdeila því, senda skýrslur heim og myndir, sem ég birti síðan á síðunni svo fólk geti fylgst með.““