Kvöldverður í Múltikúlti

Laugardaginn 4. febrúar, kl. 19:00, verður styrktarkvöldverður í  Múltikúlti. Ágóðanum verður varið í „Jiggers“-herferð í Kenía, en strax eftir helgina halda tveir ungir sjálfboðaliðar, þær Tinna Rut og Klara Mist, til Kenía og Tansaníu, þar sem þær munu meðal annars hrinda þessu verkefni af stað. Þær stöllur munu mæta á kvöldverðinn og segja frá sínum áformum. Jiggers-verkefninu var hrundið af stað hér á landi af Kristínu Ósk Unnsteinsdóttur, en hún tók þátt í slíku verkefni í Kenía þegar hún var þar sem sjálfboðaliði á vegum Múltikúlti fyrir nokkrum árum.