Nýr samstarfsaðili Múltikúlti

Múltikúlti hefur hafið samstarf við ítölsku samtökin, Engergia per i diritti umani (Máttur til mannréttinda http://energiaperidirittiumani.it/en/), sem eru systursamtök okkar á Ítalíu og starfa að ýmsum þróunarverkefnum í Indlandi, Senegal og Gambíu. Árið 2017 bjóðum við því upp á ferðir í samvinnu við þessi samtök, þar sem íslenskir sjálfboðaliðar slást í hóp með ítölskum í þessum löndum, auk Kenía og Tansaníu. Því getum við boðið upp á mun fjölbreyttari valmöguleika fyrir sjálfboðaliða á árinu 2017.