sjalfbodalidaferdir

Sjálfboðaliðaferðir

Fjölmenningarmiðstöðin Múltíkúltí hefur undanfarin ár staðið fyrir sjálfboðaliðaferðum fyrir ungt fólk. Um er að ræða ferðir frá tólf dögum til tveggja mánaða þar sem dvalið er í einhverjum þessara landa: Indlandi, Kenía, Tansaníu Senegal eða Gambíu. Næsta ferð verður farin í lok desember 2016.  Sjá ferðaáætlun Múltikúlti fyrir árið 2017.

Í ferðunum er lögð áhersla á að þátttakendur kynnast landi og þjóð um leið og þeir taka þátt í verkefnum sem unnin eru í samvinnu við þarlenda sjálfboðaliða.
Á meðal verkefna sem unnin eru:
-Aðstoð á barnaheimilum, leikskólum og kennslumiðstöðvum í Tamil Nadu í Suður-Indlandi.
-Múrsteinagerð, ræktun grænmetis og kennsla í leik- og grunnskólum í Kenía og Tansaníu.
-Eftirlit og aðhlynning með munaðarlausum börnum.
-Aðstoð við kennslu s.s. ensku, landafræði, stærðfræði og á tölvur.
-Jafningjafræðsla um HIV með ungum sjálfboðaliðum í Kenía.
-Vinna í garðrækt, setja upp girðingar, hjálpa til við að byggja skóla, taka myndir v. fósturbarnaverkefna, o.fl. í Senegal og Malí.

 

Sjálfboðliðarnir sitja margþætt námskeið, alls 30 klukkustundir, áður en lagt er af stað þar sem fræðst er um verkefnin og grundvöll starfsins.

Hægt er að lesa blogg frá ferð sjálfboðaliða úr fyrri ferðurm:

http://www.herdisgunnars.blogspot.com/ og http://harpaberg.blogspot.com/ og http://agnesogarni.blogcentral.is/ og http://tarabrynjars.blogcentral.is/
kindverjar.blogspot.com
Nánari upplýsingar: kjartanice@gmail. com og solveigjonas@gmail.com