Sjálfboðaliðaferðir


Fjölmenningarmiðstöðin Múltíkúltí hefur undanfarin ár staðið fyrir sjálfboðaliðaferðum fyrir ungt fólk. Um er að ræða ferðir frá tólf dögum til tveggja mánaða þar sem dvalið er í einhverjum þessara landa: Indlandi, Kenía, Tansaníu Senegal eða Gambíu. Næsta ferð verður farin í lok janúar 2018.

Eftirfarandi eru myndir frá undirbúningsnámskeiði sjálfboðaliðanna og ferðum þeirra.

 

Í ferðunum er lögð áhersla á að þátttakendur kynnast landi og þjóð um leið og þeir taka þátt í verkefnum sem unnin eru í samvinnu við þarlenda sjálfboðaliða.
Á meðal verkefna sem unnin eru:
-Aðstoð á barnaheimilum, leikskólum og kennslumiðstöðvum í Tamil Nadu í Suður-Indlandi.
-Múrsteinagerð, ræktun grænmetis og kennsla í leik- og grunnskólum í Kenía og Tansaníu.
-Eftirlit og aðhlynning með munaðarlausum börnum.
-Aðstoð við kennslu s.s. ensku, landafræði, stærðfræði og á tölvur.
-Jafningjafræðsla um HIV með ungum sjálfboðaliðum í Kenía.
-Vinna í garðrækt, setja upp girðingar, hjálpa til við að byggja skóla, taka myndir v. fósturbarnaverkefna, o.fl. í Senegal og Malí.

 

Sjálfboðliðarnir sitja margþætt námskeið, alls 30 klukkustundir, áður en lagt er af stað þar sem fræðst er um verkefnin og grundvöll starfsins.

Næstu ferð, í lok janúar, er fyrst heitið til Indlands, síðan Kenía og Tansaníu. Ferðalagið tekur 2 mánuði og sjálfboðaliðar munu fara í nokkur verkefni og koma síðan saman í fríum milli verkefna. Verðið er 395.000 kr og innifalið í verði er: Flug, gisting, vegabréfsáritun, ferð í Serengeti þjóðgarðinn, samgöngur milli staða, o.fl. Sprautur eru ekki innifaldar í verði ásamt tryggingu umfram lágmarkstryggingu flugmiða. Sjálfboðaliðum er séð fyrir mat í verkefnum og morgunmatur í fríum er innifalinn í verði, en ekki hádegis- og kvöldmatur í fríum. 

Hægt er að lesa blogg frá ferð sjálfboðaliða úr fyrri ferðurm:

http://www.herdisgunnars.blogspot.com/ og http://harpaberg.blogspot.com/ og http://agnesogarni.blogcentral.is/ og http://tarabrynjars.blogcentral.is/
kindverjar.blogspot.com
Nánari upplýsingar: kjartanice@gmail. com og solveigjonas@gmail.com