Um Múltikúlti

Opnunartími:

Mánudaga-föstudaga: 13.00-17.00

Markmið menningamiðstöðvarinnar Múltikúlti:
  • Að stuðla að auknum og bættum samskiptum fólks af mismunandi uppruna með ýmsu móti: Uppákomum eins og ljóðalestri og frásögnum, listasýningum, fjáröflunum fyrir ýmis verkefni.
  • Að styðja við samvinnuverkefni sjálfboðaliða á Íslandi og sjálfboðaliða í Kenía, Indlandi og öðrum stöðum þar sem áhugi er fyrir slíku. Sem dæmi um slík verkefni er stuðningur við menntun barna, herferðir gegn malaríu og fósturbarnaverkefni, þar sem einstaklingar styðja við framfærslu fátækra og munaðarlausra barna í þessum löndum.
  • Gefa fólki kost á að kynnast framandi þjóðum og menningum með því að skipuleggja styttri og lengri ferðir til þessara landa, þ.á.m. sjálfboðaliðaferðir þar sem unnið er með hópum sjálfboðaliða í Indlandi og Kenía.
  • Að stuðla að og byggja upp sjálfboðaliðastarf í anda IHA (International Humanist Alliance).

    Múltikúlti er hluti af IHA, International Humanist Alliance