Kvöldverðir fyrsta laugardag í hverjum mánuði

 Sú nýjung verður tekin upp í vetur að hvern fyrsta laugardag í mánuði og verður boðið upp á gómsætan kvöldverð og skemmtun í húsnæði Múltíkúltí, Barónsstíg 3.

Nýr samstarfsaðili Múltikúlti

Múltikúlti hefur hafið samstarf við ítölsku samtökin, Engergia per i diritti umani (Máttur til mannréttinda http://energiaperidirittiumani.it/en/), sem eru systursamtök okkar á Ítalíu og starfa að ýmsum þróunarverkefnum í Indlandi, Senegal og Gambíu. Árið 2017 bjóðum við því upp á ferðir í samvinnu við þessi samtök, þar sem íslenskir sjálfboðaliðar slást í hóp með ítölskum í þessum löndum, auk Kenía og Tansaníu. Því getum við boðið upp á mun fjölbreyttari valmöguleika fyrir sjálfboðaliða á árinu 2017.

Ferðaáætlun Múltikúlti fyrir 2017

Múltikúlti hefur hafið samstarf við ítölsku samtökin, Engergia per i diritti umani (Máttur til mannréttinda), sem eru systursamtök okkar á Ítalíu og starfa að ýmsum þróunarverkefnum í Indlandi, Senegal og Gambíu. Árið 2017 bjóðum við því upp á ferðir í samvinnu við þessi samtök, þar sem íslenskir sjálfboðaliðar slást í hóp með ítölskum í þessum löndum, auk Kenía og Tansaníu. Því getum við boðið upp á mun fjölbreyttari valmöguleika fyrir sjálfboðaliða á árinu 2017.

Áætlaðar ferðir 2017

Janúar (u.þ.b. 10.-14. jan.) Þriggja vikna sjálfboðaliðaferð til Indlands.

Febrúar (u.þ.b. 1.-5. feb.) Fimm vikna sjálfboðaliðaferð til Kenía og Tansaníu (3 vikur í Kenía og 2 vikur í Tansaníu). (Þessi ferð er í beinu framhaldi af ferðinni til Indlands og mögulegt að fara í hana í beinu framhaldi af Indlandi)

Apríl (u.þ.b. 6.-9. apríl) Tveggja til þriggja vikna sjálfboðaliðaferð til Senegal og Gambíu.

Júlí (u.þ.b. 10.-12. júlí) Fimm vikna sjálfboðaliðaferð til Kenía og Tansaníu (3 vikur í Kenía og 2 vikur í Tansaníu).

Ágúst (u.þ.b. 10. ágúst) Tveggja vikna ferð þar sem blandað er saman heimsóknum til barnaheimila og þorpa sem Vinir Indlands styrkja og heimsóttir vinsælir ferðamannastaðir í Suður Indlandi  https://www.facebook.com/events/909416715823109/

Október (nánari dagsetning staðfest síðar) Tveggja vikna sjálfboðaliðaferð til Senegal og Gambíu.

Nánar um sjálfboðaliðaferðir:

Sjálfboðaliðar eru í verkefnum á virkum dögum og gista þá á heimilum/skólum eða heima hjá ábyrgðaraðilum verkefna en gista svo á hótelum frá föstudegi til mánudags.

Sjálfboðliðarnir sitja margþætt námskeið, alls 30 klukkustundir, áður en lagt er af stað þar sem fræðst er um verkefnin og grundvöll starfsins.

Á meðal verkefna sem unnin eru:

  • Aðstoð á barnaheimilum, leikskólum og kennslumiðstöðvum í Tamil Nadu í Suður-Indlandi.
  • Múrsteinagerð, ræktun grænmetis og kennsla í leik- og grunnskólum í Kenía og Tansaníu.
  • Eftirlit og aðhlynning með munaðarlausum börnum.
  • Aðstoð við kennslu s.s. ensku, landafræði, stærðfræði og á tölvur.
  • Jafningjafræðsla um HIV með ungum sjálfboðaliðum í Kenía.
  • Málun og viðhaldsverkefni á skólum og barnaheimilum.
  • Ræktunarverkefni, uppsetning á girðingum, hjálpa til við að byggja skóla, taka myndir v. fósturbarnaverkefna, o.fl. í Senegal og Malí.

Verð:

Indland, janúar (3 vikur): 95.000 kr.
Kenía-Tansanía (5 vikur): 185.000 kr.
Senegal-Gambía (2 vikur): 65.000 kr.
Indland, ágúst: Nánari upplýsingar síðar
(ath. ef farið er bæði til Indlands og Kenía-Tansaníu minnkar samanlagður kostnaður um 30.000 kr.)

Greiðslan felur í sér 2 námskeið og aðra undirbúningsfundi sem nauðsynlegir eru  vegna ferðarinnar, gistingu, akstur til og frá helstu stöðum þar sem unnið er að verkefnum, vegabréfsáritanir til landsins/landanna, morgunverð þegar gist er á hótelum, mat á stöðum þar sem verkefnin eru unnin. Auk þess leggur Múltikúlti til tengingar við samstarfsaðila í Indlandi, Kenía og Tansaníu og aðkomu að verkefnum þar.

Ekki er innifalið: Flug, bólusetning, matur í fríum (utan morgunverðar á hótelum), aðrar samgöngur, vasapeningar.

Flugferðir (báðar leiðir, miðað við sept. 2016):

Keflavík-London: 35-40.000
London-Chennai (Indlandi): ca 60.000 kr.
London-Nairobi (Kenía): 70.000 kr.
London-Chennai-Nairobi-London: 105.000 kr.
Keflavík-Róm: 55.000 kr.
Róm-Senegal: 65.000 kr.

Óski þátttakandi eftir að hætta í miðri ferð mun Múltíkúltí endurgreiða það sem hægt er, þ. e. þann kostnað sem ekki hefur þegar verið ráðstafað og aðstoða þátttakanda við að sækja útlagðan kostnað eins og hægt er, breyta flugferðum og komast heim.

Þátttakandi verður sjálfir að tryggja sig í ferðinni óski þeir þess, s.s. slysa, sjúkra og farangurstryggingar umfram þá lágmarktryggingu sem greiðslukortafyrirtæki v. kaupa á farmiða veitir.

Hægt er að lesa blogg frá ferð sjálfboðaliða úr fyrri ferðum: http://www.herdisgunnars.blogspot.com/  oghttp://harpaberg.blogspot.com/ og http://agnesogarni.blogcentral.is/ oghttp://tarabrynjars.blogcentral.is/

kindverjar.blogspot.com

Nánari upplýsingar: kjartanice@gmail.com og sol@islandia.is