Kenía - Tansanía, júní 2024

Ferðin hefst með flugi frá Íslandi til Naíróbí í Kenía, þar sem gist er í þrjár  nætur. Í borginni verður m.a. kynnt kenísk, sjálfbær matargerð, í boði að skoða Karen-Blixen safnið, auk þess að heimsækja Little Bees-skólann í Mathare-hverfinu. 

Þaðan verður flogið til Mwanza í Tansaníu, næststærstu borgar landsins, sem stendur við Viktoríuvatnið í afar fallegu umhverfi. Í Mwanza verður gist í þrjár nætur á Hótel Tilapia, glæsilegu hóteli sem stendur við vatnið. 

Meðan á dvölinni í Mwanza stendur verður farið í heimsókn til skóla með samstarfsaðilum Vina Kenía og Tansaníu (hakizetu.org) og skoðuð vatnsverkefni sem Vinir Kenía og Tansaníu hafa unnið að og hópurinn er að styðja. Það felst í að byggja vatnstanka sem safna regnvatn og bora holur eftir vatni til drykkjar og hreinlætis (Verkefni sem hafa verið styrkt af utanríkisráðuneyti Íslands). Þá býðst hópnum að taka þátt í upphafi trjáræktarverkefnis sem er skipulagt af Nourish Africa og fjármagnað af þessari ferð. Einnig verður í boði að sigla út í Saanene-þjóðgarðinn sem er á lítilli eyju spölkorn frá Mwanza.

Að lokinni dvöl í Mwanza koma safari-jeppar og sækja hópinn í fjögurra daga safariferð um Ngorongoro- og Serengeti þjóðgarðana. Gist verður í glæsilegum tjöldum með uppábúnum rúmum í “Open camps”  í miðjum Serengeti-þjóðgarðinum.  

Í Serengeti má finna fjölbreytt dýralíf, bæði rándýr og grasbíta, sem hverfist um gríðarlegar hjarðir gnýja og sebradýra sem eru á leið norður um þetta leyti í “The Big Migration”. Stefnan er auðvitað alltaf sett á að sjá „The Big Five“, þ.e. ljón, nashyrning, hlébarða, buffaló og fíl. 

Síðasta daginn verður ekið ofan í Ngorongoro-gíginn, en þar má finna fjölbreytt villt dýralíf. Gígurinn, sem er stærsti óvirki og ósnortni eldfjallagígur í heimi, er stórbrotinn og er á náttúruminjaskrá UNESCO. 

Safaríferðinni lýkur svo í borginni Arusha, þar sem gist er eina nótt, áður en haldið er aftur yfir landamærin til Nairobi. Þar er síðan gist í eina nótt áður en haldið er í flug heim til Íslands. 

Einnig er í boði að lengja ferðina, annað hvort með því að bæta við dvöl á eyjunni Zansibar eða ganga í stærsta fjall Afríku, Kilimanjaro, sem er skammt frá Arusha, þar sem ferðinni lýkur. 

Verð: 599.912 kr. (Miðað við 2 í herbergi í gistingu - 437.832 kr. fyrir börn yngri en 16 ára)

Innifalið:

-Allt flug, til Nairóbí frá Íslandi og til baka, og frá Nairobi til Mwanza.
-Öll gisting, á hótelum og í tjöldum.
-Morgunmatur í hótelum og fullt fæði í safarí.
-Safaríferð, með akstri, leiðsögumönnum og fullu fæði.
-Akstur til og frá hótelum og í heimsóknir í verkefni.
-Leiðsögn og skipulagning í ferðinni.
-Vegabréfsáritun.
-Stuðningur við mannúðar- og trjáræktarverkefna.

Ekki innifalið:

-Bólusetningar
-Sérstakar ferða- og farangurstryggingar
-Kostnaður á hótelum, s.s. þvottur, miníbar, símtöl o.fl.

Ekki er komin nákvæm dagsetning, en reiknað er með að leggja af stað um leið og grunnskólum lýkur í júní.