Ferðir með tilgang – Upplifðu heiminn og gefðu af þér.

Samstöðuhlaup gegn kynbundnu ofbeldi. Múltíkúltí styður og skipuleggur hlaupaferðina til Kenía og Tansaníu þann 23. nóvember til 6. desember.

Samstöðuhlaupaferðin.

Komdu með til Kenía og Tansaníu. Vertu með okkur í að styrkja samtökin sem vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Látum gott af okkur leiða saman.

“Ógleymanleg ferð með frábæru ferðafólki og fararstjórn. Allt stóðst 100%.” (Indlandsferð 2017)

“Ég á í raun engin orð sem ná utan um upplifunina í þessum ferðum og sé ekki fyrir mér að nokkuð geti nokkurn tíma getað toppað þær.” (Kenía, Tansanía, 2019 og 2022)

“Heimsókn í skóla og að fylgjast með uppbyggingu verkefna, gisting í tjöldum í Serengeti, öll náttúran og dýrin, frábærir gististaðir, frábært fólk og allt svo vel skipulagt. Ég vil fara aftur! En svona ferð fylgir manni út lífið.” (Kenía og Tansaníu, 2022)

“Skipulag, utanumhald, fræðsla og öryggi allt í jafnvægi og til þæginda. Þeim er treystandi og munu fylgja "sínu fólki" af einlægni um undur Indlands. Ógleymanleg upplifun…” (Indland 2017)

Ferðastu til framandi landa og leggðu gott af mörkum á leiðinni.

Okkar markmið er að skapa einstakar minningar, en skilja jafnframt eftir jákvæð spor í samfélaginu sem heimsótt er, byggja upp innviði og leggja lóð á vogar baráttunnar gegn loftslagsbreytingum.

Kynnstu Kenía og Tansaníu frá einstöku sjónarhorni

Í stað upplifunar sem einskorðast við hótel og ferðamannastaði, bjóðum við upp á sýn á raunverulegar aðstæður og líf heimafólks.

Undur Indlands.

Indland er undraheimur lita, lyktar og sjónrænnar veislu. Frá Taj Mahal til ægifagurra fjalla Kerala-héraðs, á milli þess sem kynnst er hvunndagshetjum samtaka í Tamil Nadu-héraði.