Samstöðuhlaup gegn kynbundnu ofbeldi

Samstöðuhlaup gegn kynbundnu ofbeldi er framtak sem má rekja til samstarfs Vina Kenýa og Tansaníu á Íslandi og Hakizetu-samtakanna í Mwanza, Tansaníu. Eitt af helstu verkefnum Hakizetu er barátta gegn kynbundnu ofbeldi, og hugmyndin var að bjóða íslenskum konum að koma og hlaupa með tansanískum konum í táknrænu hlaupi til að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Hlaupið fer fram á alþjóðlegum dögum gegn kynbundnu ofbeldi, sem haldnir eru árlega frá 25. nóvember til 10. desember. (https://www.who.int/campaigns/16-days-of-activism-against-gender-based-violence).

Átakið er líka hluti stærra verkefnis sem á sér stað sömu daga: Heimsherferð fyrir friði og andofbeldi (https://en.theworldmarch.org/) sem fer fram í Afríku á sama tíma.

Eftir að fleiri samtök lýstu yfir áhuga á átakinu var ákveðið var að hlaupa ekki aðeins í Mwanza, heldur einnig í Nairobi og Kisumu í Kenýa og ljúka þeim á Íslandi.

Aðalhlaupin verða 5 km, en auðveldari kostir eru í boði, hentugir bæði fyrir byrjendur og lengra komna, þar sem gert er ráð fyrir að vegalengdirnar megi hlaupa eða ganga. Þátttakendur í ferðinni geta valið að hlaupa/ganga eitt, tvö eða öll hlaup, þar sem stuðningshópurinn er ekki síður mikilvægur.

Áætlaðir dagar fyrir hlaupin eru sem hér segir:

Nairobi: 26. nóvember.

Kisumu: 28. nóvember.

Mwanza: 30. nóvember.

Reykjavík: 10. desember.

Tegla Lourupe heimsþekktur maraþon hlaupari frá Kenía mun taka þátt í öllum Samstöðuhlaupinum.

Hún er alþjóðlegur sendiherra UN Women.  

Úr hlaupasögu Teglu má nefna sigur hennar á Goodwill leikunum árin 1994 og 1998 þar sem hún hljóp erfiðan 10 km sprett berfætt. Aðeins 21 árs gömul vann hún New York maraþonið árið 1994 og endurtók sama afrek árið 1995. Á árunum 1997 til 1999 vann hún Rotterdam maraþonið þrisvar sinnum í röð og varð þar með ein af fremstu langhlaupurum 20. aldar. Önnur maraþon sem hún hefur unnið eru meðal annars: London maraþon, Rómarmaraþon, Lausanne maraþon, Kölnar maraþon, Leipzig maraþon og Hong Kong maraþon auk fjölda hálfmaraþona og langhlaupa víðsvegar um heiminn. 

Árangur hennar felur einnig í sér heimsmet í 20 km, 25 km og 30 km hlaupum sem og heimsmet í maraþoni (42 km). 

Hér má sjá ferðatilhögun: https://www.multikulti.is/is/kenya-tanzania/11-2024

Hlaupastjórar:

Fyrir íslenska hópinn:

Vigdís Guðmundsdóttir

Markaðsstýra og stofnandi Evu Innsýnar, gervigreindar aðstoðarkonu.

Fyrir keníska hópinn:

Tracey Kada, aktívisti og tónlistarkona.

Fyrir tansaníska hópinn:

Balbina Andrew,

Framkvæmdastjóri, Nourish Africa

Eftirfarandi samtök eru þátttakendur* í þessu verkefni (Enn er opið fyrir þátttöku fleiri aðila):

Ísland:

Múltikúlti sjálfboðaliðamiðstöð
Vinir Kenía og Tansaníu
Stígamót
Kvennaathvarfið
Bjarkarhlíð
Bjarmahlíð

Kenía:

Tegla Lourupe Peace Foundation
Community Engage nairobi
Praise Liberation Ministries
Waste Free 23 Ngong
Tracey Kadada Empowerment Community Based Tana Delta
Peace Building Tana River
Manyatta Youth Resource Center
Emmanuel Football Team Rwanda

Tansanía:

Hakizetu
Nourish Africa
Women Action on Eco Health
and Legal Rights
Tawawami Children Project
Tuungane Survivors Women Group


*Þátttaka í verkefninu felur í sér að leggja eitthvað til verkefnisins, auglýsa, senda þátttakendur, eða gera eitthvað annað því til stuðnings.

Tengill: multiferdir@gmail.com

WhatsApp: +354 8996570