Indland - Fyrirhuguð ferð ágúst 2025
Delhi, Taj Mahal, Agra, Madurai, Munnar, Cochin
Langar þig að kynnast indverskri menningu? Við skipuleggjum tveggja vikna ferð til Indlands í ágúst 2025 í samvinnu við Welldone Travel. Indversk og íslensk fararstjórn. Í ferðinni verða einnig heimsótt barnaheimili og verkefni sem Vinir Indlands hafa styrkt í Tamil Nadu í gegnum árin.
Heildarverð verður í kringum 5-600 þúsund kr.
Við reynum að halda verðinu í algjöru lágmarki en viljum ferðast ábyrgt og styðja við þar sem við getum. Verðið felur í sér: Flug, hótel, skoðunarferðir og indversk fararstjórn. Ferða- og gistikostnaður íslenska fararstjórans, styrkur til barnaheimila og verkefna sem heimsótt verða auk kostnaðar við kolefnisjöfnun.
1. áfangi: Norður Indland – Delhi – Agra – Taj Mahal
Flug frá Reykjavík til London og þaðan áfram til Delhi.
Hittum indverska fararstjórann okkar við komuna til Delhi og förum beint á hótel. „Welcome dinner“ um kvöldið.
Borgarskoðun í Delhi að loknum morgunverð (4 klst).
Ferð til Lótus hofsins að loknum morgunverði, komið við á útimarkaði Delhi.
Lagt af stað til Agra eftir morgunverð. Skoðum Taj Mahal og heimsækjum marmaraverksmiðju.
Frjáls dagur í Agra.
Ekið til Delhi flugvöll og flogið í suður til Madurai í Tamil Nadu héraði miðju (3ja klst flug). Keyrt á hótel í Madurai.
2. áfangi: Suður Indland, Tamil Nadu - Madurai og Munnar
Eftir morgunmat verður 2-3 klst skoðunarferð um Madurai, Meenakshi temple og götumarkaður.
Ekið til Mudukalathur Pasumkudil þar sem rekið er heimili fyrir börn sem Vinir Indlands styðja. (90 km hvora leið).
Ekið frá Madurai til Munnar sem er svæði mikilla náttúruperla (fossar, skógar og fjöll). Gistum í Munnar í NATURE ZONE RESORTS í tréhúsi / afríksku tjaldi.
Eftir ævintýralega gistingu og morgumat förum við í göngutúr og náttúrurskoðun, heimsækjum te ræktun og njótum tilverunnar í náttúrunni. Gistum aðra nótt í Munnar
3. áfangi Kerala hérað í suðri – Cochin við vesturströnd Indlands
Leggjum af stað til Cochin eftir morgunmat og gistum þar (130 km 3 klst.). Kvöldrölt í Cochen.
Förum til Alleppey boat house í nágrenni Cochin og gistum þar í húsbáti. Þar verður kvöldverður um borð.
Snúum aftur til hótel í Cochin eftir ævintýralega nótt á húsbáti.
Tékkum út eftir morgunmat og keyrum á Cochin flugvöll. FLogið beint til Delhi. Gist á flugvallahóteli í Delhi.
Flug heim, frá Delhi til Reykjavíkum (millilending í London).
Ferðalýsingin er birt með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar. Dagsetningar og hótel verða kynnt þegar nær dregur.