Tansanía og Kenía
Samstöðuhlaup gegn kynbundnu ofbeldi
23. nóvember til 2./6. desember 2024
Múltíkúltí ferðir skipuleggja ferð dagana 23. nóvember til 2./6. desember til Kenía (Nairobi og Kisumu) og Tansaníu (Mwanza). Megintilgangur ferðarinnar er þátttaka í Samstöðuhlaupi gegn kynbundnu ofbeldi.*
Hlaupið er einnig hluti af Friðarheimsgöngu (World March for Peace and Non-Violence - https://en.theworldmarch.org/) sem fer fram í Afríku á svipuðum tíma.
Hlaupin er 5 km og eru opin jafnt byrjendum sem lengra komnum, enda er gert ráð fyrir að hægt sé að hlaupa, skokka eða ganga vegalengdina.
*Alþjóðlegir dagar gegn kynbundnu ofbeldi eru 25. nóvember til 10. desember ár hvert (https://www.who.int/campaigns/16-days-of-activism-against-gender-based-violence).
Tegla Lourupe heimsþekktur maraþon hlaupari frá Kenía mun taka þátt í öllum Samstöðuhlaupinum.
Hún er alþjóðlegur sendiherra UN Women.
Úr hlaupasögu Teglu má nefna sigur hennar á Goodwill leikunum árin 1994 og 1998 þar sem hún hljóp erfiðan 10 km sprett berfætt. Aðeins 21 árs gömul vann hún New York maraþonið árið 1994 og endurtók sama afrek árið 1995. Á árunum 1997 til 1999 vann hún Rotterdam maraþonið þrisvar sinnum í röð og varð þar með ein af fremstu langhlaupurum 20. aldar. Önnur maraþon sem hún hefur unnið eru meðal annars: London maraþon, Rómarmaraþon, Lausanne maraþon, Kölnar maraþon, Leipzig maraþon og Hong Kong maraþon auk fjölda hálfmaraþona og langhlaupa víðsvegar um heiminn.
Árangur hennar felur einnig í sér heimsmet í 20 km, 25 km og 30 km hlaupum sem og heimsmet í maraþoni (42 km).
Þátttakendur í ferðinni geta valið að hlaupa/ganga eitt, tvö eða öll hlaupin, peppliðið er ekki síður mikilvægt. Þess má einnig geta að hitastigið á þessum slóðum á þessum tíma er 20-25 gráður.
Meira um hlaupið: https://www.multikulti.is/is/runningagainstgenderviolence
Ferðatilhögun:
23. nóvember: Flogið frá Íslandi til Naíróbí í Kenía.
24.-25. nóvember: Naíróbí borg skoðuð: Karen Blixen-safnið, masaí markaður, o.fl.
26. nóvember: Fimm kílómetra hlaup gegn kynbundnu ofbeldi í Naíróbí ásamt kenískum þátttakendum.
27. nóvember: Fimm frá Naíróbí til Kisumu í rútu, m.a. í gegnum falleg teræktarhéröð vesturhluta Kenía í Rift Valley.
28. nóvember: Fimm kílómetra hlaup gegn kynbundnu ofbeldi í Kisumu ásamt kenískum þátttakendum. Að loknu hlaupinu er ekið að landamærum Kenía og Tansaníu og gist við landamærin.
29. nóvember: Ekið til Mwanza og gist á fallegu hóteli við Viktoríuvatnið.
30. nóvember: FImm kílómetra hlaup gegn kynbundnu ofbeldi með tansanískum (og mögulega kenískum) þátttakendum.
1. desember: Afslöppun í Mwanza, hægt er að skoða borgina eða heimsækja Saanane-eyju, lítinn þjóðgarð við Mwanza.
2. desember (Valkostur A): Flogið aftur til Naíróbí og aftur heim
Eða:
Valkostur B: Flogið til Sansibar og slakað þar á í fjórar nætur og flogið heim þaðan 6. desember með millilendingu í Naíróbí.
Verð A: 341.000 kr. (miðað við 2 í herbergi)
Verð B: 439.000 kr. (miðað við 2 í herbergi)
Innifalið:
-Allt flug til og frá Íslandi að meðtöldu flugi milli Naíróbí og Tansaníu.
-Öll gisting.
-Morgunmatur í hótelum.
-Þátttaka í hlaupum og merktur bolur.
-Allur akstur á dagskrá ferðarinnar.
-Leiðsögn og skipulagning í ferðinni.
-Vegabréfsáritun.
-Hluti verðsins rennur til samtaka í Kenía, Tansaníu og Íslandi (Kvennaathvarfið) sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi.
Ekki innifalið:
-Bólusetningar
-Sérstakar ferða- og farangurstryggingar
-Kostnaður á hótelum, s.s. þvottur, miníbar, símtöl o.fl.
Hlaupastjórar:
Fyrir íslenska hópinn:
Vigdís Guðmundsdóttir,
markaðsstýra og stofnandi Evu Innsýnar.
Fyrir keníska hópinn:
Tracey Kadada, aktívisti og tónlistarkona.
Fyrir tansaníska hópinn:
Balbina Andrew, framkvæmdastjóri
Nourish Africa í Mwanza Tansaníu.
Frekari upplýsingar:
multiferdir@gmail.com
Sími: 8996570
Best Western Meridian Hotel Naíróbí
Imperial Express Hotel Kisumu
Hotel Tilapia Mwanza
Pongwe Bay Resort Sansibar
Sanaane-eyja.