Tansanía og Kenía

Samstöðuhlaup gegn kynbundnu ofbeldi

23. nóvember til 2./6. desember 2024

Múltíkúltí ferðir skipuleggja ferð dagana 23. nóvember til 2./6. desember til Kenía (Nairobi og Kisumu) og Tansaníu (Mwanza). Megintilgangur ferðarinnar er þátttaka í Samstöðuhlaupi gegn kynbundnu ofbeldi.*

Hlaupið er einnig hluti af Friðarheimsgöngu (World March for Peace and Non-Violence - https://en.theworldmarch.org/) sem fer fram í Afríku á svipuðum tíma.

Hlaupin er 5 km og eru opin jafnt byrjendum sem lengra komnum, enda er gert ráð fyrir að hægt sé að hlaupa, skokka eða ganga vegalengdina.

*Alþjóðlegir dagar gegn kynbundnu ofbeldi eru 25. nóvember til 10. desember ár hvert (https://www.who.int/campaigns/16-days-of-activism-against-gender-based-violence).

Ferðatilhögun:

23. nóvember: Flogið frá Íslandi til Naíróbí í Kenía.
24.-25. nóvember: Naíróbí borg skoðuð: Karen Blixen-safnið, masaí markaður, o.fl.
26. nóvember: Fimm kílómetra hlaup gegn kynbundnu ofbeldi í Naíróbí ásamt kenískum konum.
27. nóvember: Fimm frá Naíróbí til Kisumu í rútu, m.a. í gegnum falleg teræktarhéröð vesturhluta Kenía í Rift Valley.
28. nóvember: Fimm kílómetra hlaup gegn kynbundnu ofbeldi í Kisumu ásamt kenískum konum. Að loknu hlaupinu er ekið að landamærum Kenía og Tansaníu og gist við landamærin.
29. nóvember: Ekið til Mwanza og gist á fallegu hóteli við Viktoríuvatnið.
30. nóvember: FImm kílómetra hlaup gegn kynbundnu ofbeldi með tansanískum konum (og mögulega kenískum).
1. desember: Afslöppun í Mwanza, hægt er að skoða borgina eða heimsækja Saanane-eyju, lítinn þjóðgarð við Mwanza.
2. desember (Valkostur A): Flogið aftur til Naíróbí og aftur heim
Eða:
Valkostur B: Flogið til Sansibar og slakað þar á í fjórar nætur og flogið heim þaðan 6. desember með millilendingu í Naíróbí.

Þátttakendur í ferðinni geta valið að hlaupa/ganga eitt, tvö eða öll hlaupin, peppliðið er ekki síður mikilvægt. Þess má einnig geta að hitastigið á þessum slóðum á þessum tíma er 20-25 gráður.

Meira um hlaupið: https://www.multikulti.is/is/runningagainstgenderviolence

Verð A: 341.000 kr. (miðað við 2 í herbergi)
Verð B: 439.000 kr. (miðað við 2 í herbergi)

Innifalið:

-Allt flug til og frá Íslandi að meðtöldu flugi milli Naíróbí og Tansaníu.
-Öll gisting.
-Morgunmatur í hótelum.
-Þátttaka í hlaupum og merktur bolur.
-Allur akstur á dagskrá ferðarinnar.
-Leiðsögn og skipulagning í ferðinni.
-Vegabréfsáritun.
-Hluti verðsins rennur til samtaka í Kenía, Tansaníu og Íslandi (Kvennaathvarfið) sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi.

Ekki innifalið:

-Bólusetningar
-Sérstakar ferða- og farangurstryggingar
-Kostnaður á hótelum, s.s. þvottur, miníbar, símtöl o.fl.

Frekari upplýsingar fást í gegnum:
multiferdir@gmail.com
Sími: 8996570

Hlaupastjórar:

Fyrir íslenska hópinn:
Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir,
frumkvöðull og stofnandi Trés lífsins.

Fyrir keníska hópinn:

Tracey Kadada, aktívisti og tónlistarkona.

Fyrir tansaníska hópinn:

Balbina Andrew, framkvæmdastjóri Nourish Africa í Mwanza Tansaníu.