Tansanía og Sansibar, Safarí o.fl.
20.feb.-5.mars, 2025
20. febrúar: Flogið er til Mwanza í Tansaníu.
21.-24. febrúar: Í Mwanza er gist á Hotel Tilapia sem stendur við Viktoríuvatnið. Meðan á dvölinni í þar stendur verður farið í heimsókn til skóla með samstarfsaðilum Vina Kenía og Tansaníu (hakizetu.org) og skoðuð verkefni sem Vinir Kenía og Tansaníu hafa unnið að og hópurinn er að styðja. Þau eru helst vatnsöflun til skóla og trjáræktarverkefni í samvinnu við Nourish Africa (https://nourishafrica.org/). Þarna gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast Tansaníu á annan hátt en hefðbundnu ferðafólk býðst að öllu jöfnu.
Einnig verður í boði að sigla út í Saanene-þjóðgarðinn sem er á lítilli eyju spölkorn frá Mwanza.
Hótel Tilapia í Mwanza.
24.-28. febrúar: Að morgni 24. febrúar verður hópurinn sóttur á safarí-jeppum, áður en haldið er af stað í safarí um Serengeti- og Ngorongoro-þjóðgarðana til að skoða fjölskrúðugt dýralífið á þessum stöðum. Um þetta leiti halda hjarðir gnýja og sebradýra sig syðst í þjóðgörðunum. Þar eru dýrin að eignast kálfa og undirbúa sig fyrir ”The Big Migration”, en á þessum tíma má sjá mikið af ljónum og öðrum kattardýrum á ferðinni í kringum hjarðirnar. Gist er í vel búnum tjöldum og í hóteli í Arusha síðustu nóttina.
Gisting og dýralíf í safarí.
28. febrúar-4.mars: Flogið er frá Kilimanjaro flugvelli til Sansibar, þar sem gist verður á glæsihóteli í þrjár nætur, en síðustu nóttinni er varið í Stone Town, hinum gamla sjarmerandi suðupotti arabískrar, evrópskrar og afrískrar menningar.
4. mars: Flogið heim og lent í Reykjavík þann 5. mars.
Pongwe Resort á Sansibar.
Verð: 676.000 kr. miðað við 2 í tjaldi/herbergi
Innifalið:
-Allt flug, til Tanzaníu (Mwanza og Sansibar) frá Íslandi og til baka.
-Öll gisting, á hótelum og í tjöldum.
-Morgunmatur í hótelum og fullt fæði í safarí.
-Safaríferð, með akstri, leiðsögumönnum og fullu fæði.
-Akstur til og frá hótelum og í heimsóknir í verkefni.
-Leiðsögn og skipulagning í ferðinni.
-Vegabréfsáritun.
-Stuðningur við mannúðar- og trjáræktarverkefna.
Ekki innifalið:
-Bólusetningar
-Sérstakar ferða- og farangurstryggingar
-Kostnaður á hótelum, s.s. þvottur, miníbar, símtöl o.fl.